Mamedyarov vann Carlsen í gær með svörtu. Mynd: Lennart Ootes.

Íslandsvinurinn, Shahkriyar Mamedyarov (2801), er í feiknaformi þessa dagana. Í gær vann hann heimsmeistarann, Magnús Carlsen (2842) í níundu og næstsíðustu umferð Biel-mótsins. Aserinn viðkunnanlegi hefur þar með 2 vinninga forskot á Carlsen og Peter Svidler (2760) þegar aðeins einni umferð er ólokið.

Shahk hefur í tíðina gengið illa gegn norska heimsmeistaranum. Hann hefur ekki unnið hann í hefðbundinni skák síðan í Bakú árið 2008! Eftir gærdaginn er Mamedyarov með 2817,7 lifandi skákstig. Hefur aldrei verið stigahærri.

Lokaumferð mótsins er kl. 12 í dag. Þá teflir Shahk við Svidler. Carlsen teflir við Georgiadis (2527).

Nánar á Chess.com. Þar er skák þeirra Magnúsar og Shahks meðal annars skýrð.