Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag. Héðinn Steingrímsson (2573) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Fremur litlar breytingar eru á listanum nú enda var ekkert kappskákmót teflt hérlendis í júlí. Svanberg Már Pálsson hækkar mest frá júlí-listanum eftir þátttöku á móti í Noregi.

Alþjóðleg skákstig, 1. ágúst 2018 (heildarlisti)

Topp 20

Héðinn Streingrímsson (2573) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Næstir eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2557) og Jóhann Hjartarson (2530).

No. Name Tit Aug-18 Gms Diff
1 Steingrimsson, Hedinn GM 2573 0 0
2 Gretarsson, Hjorvar Steinn GM 2557 0 0
3 Hjartarson, Johann GM 2530 10 7
4 Stefansson, Hannes GM 2511 17 -25
5 Olafsson, Helgi GM 2510 0 0
6 Danielsen, Henrik GM 2502 0 0
7 Petursson, Margeir GM 2486 0 0
8 Gretarsson, Helgi Ass GM 2480 0 0
9 Gunnarsson, Jon Viktor IM 2465 0 0
10 Arnason, Jon L GM 2449 0 0
11 Kjartansson, Gudmundur IM 2434 0 0
12 Thorfinnsson, Bragi GM 2433 0 0
13 Thorhallsson, Throstur GM 2422 0 0
14 Thorsteins, Karl IM 2421 0 0
15 Thorfinnsson, Bjorn IM 2408 0 0
16 Kjartansson, David FM 2404 0 0
17 Arngrimsson, Dagur IM 2370 0 0
18 Ulfarsson, Magnus Orn FM 2361 0 0
19 Olafsson, Fridrik GM 2355 0 0
20 Jensson, Einar Hjalti IM 2343 0 0
21 Johannesson, Ingvar Thor FM 2343 0 0

 

Mestu hækkanir

Svanberg Már Pálsson (+42) hækkar mest frá júlí-listanum. Í næstu sætum eru Páll Þórsson (+31) og Hilmir Freyr Heimisson (+30).

No. Name Tit Aug-18 Gms Diff
1 Palsson, Svanberg Mar 1789 7 42
2 Thorsson, Pall 1715 9 31
3 Heimisson, Hilmir Freyr CM 2271 10 30
4 Johannsson, Orn Leo 2211 10 15
5 Hjartarson, Johann GM 2530 10 7

 

Stigahæstu ungmenni (u20)

Jón Kristinn Þorgeirsson (2297) er stigahæsti skákmaður landsins 20 ára og yngri. Í næstu sætum eru Oliver Aron Jóhannesson (2284) og Hilmir Freyr Heimisson (2271).

No. Name Tit Aug-18 Gms Diff B-day
1 Thorgeirsson, Jon Kristinn FM 2297 0 0 1999
2 Johannesson, Oliver FM 2284 0 0 1998
3 Heimisson, Hilmir Freyr CM 2271 10 30 2001
4 Stefansson, Vignir Vatnar FM 2260 9 -17 2003
5 Birkisson, Bardur Orn CM 2198 0 0 2000
6 Jonsson, Gauti Pall 2100 0 0 1999
7 Thorhallsson, Simon 2092 0 0 1999
8 Mai, Aron Thor 2062 10 -57 2001
9 Birkisson, Bjorn Holm 2033 0 0 2000
10 Johannsson, Birkir Isak 1995 0 0 2002

 

Reiknuð skákmót

Aðeins þrjú hraðskákmót voru reiknuð til stiga nú um mánaðarmótin. Það voru Opna meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák, Mjóddarmót Hugins og Sumarskákmót við Selvatn.

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2842) er stigahæsti skákmaður heims. Í næstu sætum eru Fabiano Caruana (2822) og Shakhriyar Mamedyarov (2801).

Sjá nánar hér.

 

- Auglýsing -