Evrópumót öldunga hófst fyrir skemmstu í Drammen í Noregi. Íslendingar eiga þar þrjá fulltrúa. Áskell Örn Kárason (2217) og Jóhannes Björn Lúðvíksson (2024) tefla í flokki 65 ára og eldri og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1715) teflir í kvennaflokki 50 ára og eldri.

Áskell Örn hefur 2½ vinning eftir 3 umferðir. Í dag gerði hann jafntefli við slóvenska alþjóðlega meistarann Janez Barle (2249).

Jóhannes Björn hefur 1 vinninga en hann átti afar óvænt úrslit í fyrstu umferð þegar hann gerði jafntefli við stigahæsta keppenda mótsins, rússneska stórmeistarann Vladislav Vototnikov (2445).

Siguraug að tafli í Drammen

Sigurlaug er enn ekki kominn í blað en hún lang stigalægsti keppandinn í sínum flokki.

- Auglýsing -