Helgi Áss og Gummi Kja. Af Facebook-síðu Helga

Íslandsmeistararnir í skák 2017 og 2018, Guðmundur Kjartansson (2434) og Helgi Áss Grétarsson (2480) hófu í gær taflmennsku á alþjóðlegu skákmóti í Riga í Lettlandi.

Báðir gerðu þeir jafntefli við töluvert stiglægri andstæðinga (2140-2165) í fyrstu umferð.

Tvær umferðir eru í dag og hefst sú fyrri núna kl. 8. Báðir tefla þeir við mun stigalægri andstæðinga. Seinni umferðin hefst kl. 14.

- Auglýsing -