Aron Þór á Spáni

Við bræðurnir fórum á alþjóðlegt skákmót í Sanxenxo-Spáni: X Abierto Internacional de Ajedrez Carlos I. Mótið var 9 umferða opið mót með tímamörkunum 90+30. Mótið var haldið á 4 stjörnu hóteli, salur mótsins var stór og loftkældur og byrjuðu umferðir alltaf klukkan fimm nema síðasta daginn þá hófst umferð klukkan tíu. Á mótinu tóku þátt 116 keppendur, 19 af þeim erlendir og restin Spánverjar.

Hótelið var mjög gott á því voru tvær sundlaugar, góður veitingastaður þar sem var boðið uppá morgunverðarhlaðborð. Í hádeiginu og á kvöldin var boðið upp á 4 rétta máltíðir. 50 metrum frá hótelinu var strönd og aðalgata bæjarins. Á meðan mótinu stóð var sól alla daga og 20-30 stiga hiti.

 

Alexander Oliver á Spáni

Að loknu móti  vann Aron, 4 skákir, gerði 3 jafntefli og tapaði tveim og fyrir það hækkaði hann um 69 elo stig. Alex vann 4 , gerði 1 jafntefli, tapaði fjórum og hækkaði um 11 elo stig.

Meðfylgjandi eru tvær skákir frá mótinu.

- Auglýsing -