Í maí 2018 var mér boðið að taka þátt í lokuðu IM móti, Frederica Chess 2018,
sem haldið var á vegum Fredericia Skakforening.
Tefldar voru 9 umferðir með tímamörkunum 90 min + 30sek fyrir hvern leik og 30 min eftir 40. leik. Ég hefði þurft 6 vinninga til þess að fá IM-NORM, en því miður gekk það ekki upp.
Ég lauk mótinu með 4½ vinning og endaði í 4-8. sæti. Ég vann tvær skákir, gerði fimm jafntefli og tapaði tveimur, ég hækkaði um +88 elo stig. Það var bæði gaman og krefjandi að mæta mörgum sterkum skákmönnum og aðstaða á mótinu var til fyrirmyndar.
Mig langar að sýna skák sem ég tefldi á móti Jens Ove Fries Nielsen (2372).
- Auglýsing -















