Það fjölgar jafnt og þétt á toppnum á Sinquefield-mótinu í St. Louis. Eftir fjórar umferðir eru fimm keppendu jafnir og efstir með 2½ vinning. Öllum skákum fjórðu umferðar lauk með jafntefli nema að Fabiano Caruana (2821) vann landa sinn Hikaru Nakamura (2777).  Magnus Carlsen (2842) gerði jafntefli við Vishy Anand (2768).

Caruana vann landa sinn Nakamura. Mynd: Mike Klein/Chess.com.

Nánar má lesa um gang mála í gær á Chess.com.

Fimmta umferð fer fram í kvöld og hefst kl. 18.

 

- Auglýsing -