Vignir við upphaf skákarinn í dag. Mynd: Jón Fjörnir Thoroddsen.

Vignir Vatnar Stefánsson (2260), sem teflir í flokki 16 ára yngri, er einn fimm keppenda með fullt hús eftir þrjár umferðir í sínum flokki á EM ungmenna. Í dag vann hann sannfærandi sigur á pólska FIDE-meistaranum Kosma Pacan-Milej (2354). Skák dagsins má finna í heild sinni neðst í fréttinni.

 

Vignir lék 36….g6! og sá pólski gafst upp.

Hinir íslensku keppendurnir töpuðu í dag.

Soffía Arndís Berndsen og Anna Katarina Thoroddsen eru meðal keppenda. Mynd: Jón Fjörnir Thoroddsen.

Vignir verður í beinni á morgun og hefst viðureignin kl. 12:15. Andstæðingur erður Rússinn Tagir Salemgareev (2375).

Skák Vignis í dag

- Auglýsing -