Skáksveit Hörðuvallaskóla. Mynd: Kjartan Briem.

Norðurlandamót grunn- og barnskólasveita hófst í gær í Tampere í Finnlandi. Hörðuvallaskóli tekur þátt í grunnskólamótinu (1.-10. bekkur) en Álfhólsskóli í barnaskólamótinu (1.-7. bekkur). Hörðuvallaskóli byrjaði vel en góður 3-1 sigur vannst á norsku sveitinni sem fyrirfram var líklegust til að veita Hörðuvallaskóla keppni. Arnar Heiðarsson og Sverrir Hákonarson unnu sínar skákir á 3. og 4. borði.

Skáksveit Álfhólsskóla að tafli í Finnlandi.

Álfhólsskóli tapaði hins vegar stórt, ½-3½ fyrir sænsku sveitinni sem hefur að því að virðist á langsterkustu sveitinni á að skipa. Róbert Luu gerði gott jafntefli á fyrsta borði.

Önnur umferð hófst í morgun kl. 7. Síðari umferðin hefst kl. 13. Mótinu lýkur svo á morgun.

Engar beinar útsendingard

- Auglýsing -