Íslenska landsliðið í opnum flokki tapaði lokaviðureign sinni gegn Svartfjallalandi eftir harða baráttu. Jafntefli var á efsta borði hjá Héðni og tveimur neðstu hjá Hannesi og Guðmundi en Jóhann Hjartarson tapaði eftir sviptingasama skák á öðru borði. 1.5-2.5 tap því staðreynd.

Í kvennaflokki vannst 3-1 sigur á sveit Urugay. Lenka og Jóhanna höfðu sigur í sínum skákum en Nansý og Guðlaug gerðu jafntefli í sínum skákum.

Kína og Bandaríkin skildu jöfn í lokaumferðinni og Rússar náðu þeim einnig að vinningum. Enn eru nokkrum viðureignum ólokið sem koma til með að ráða úrslitum í stigaútreikningi. Spekingarnir segja að Kínverjar séu að hafa vinninginn.

Úkraína virðist ætla að hafa vinninginn í kvennaflokki.

- Auglýsing -