Tvöfaldir Ólympíumeistarar Kínaverja

Ólympíuskákmótinu lauk í gær með pompi og prakt í Batumi í Georgíu. Kínverjar komu sáu og sigruðu í báðum flokkum.

Kínverjar og Bandaríkjamenn voru jafnir og efstir fyrir lokaumferðina og höfðu Bandaríkin betri mótsstig. Löndin gerðu 2-2 jafntefli en öfugt miðað við í Bakú 2016 þegar Kanarnir unnu á mótstigum töpuðu þeir að þessu sinni. Rússar náðu þeim á stigum með sigri á Frökkum en mótsstigin voru þeim erfið eftir slaka byrjun og bronsið því þeirra.

Kínverjar og Úkraínumenn urðu efstir með 18 stig í kvennaflokki. Rétt eins og þar féllu mótsstigin Kínverjum í vil og tvöfaldur sigur Kínverja staðreynd.

Kínverjar kampakátir á lokaathöfninni og skemmtileg að sjá Ding Liren koma sí og æ uppá svið í lokahófinu skælbrosandi á hækjum til að taka á móti verðlaununum.

Íslenska liðið í opnum flokki endaði í 68. sæti en það var nr. 44 í styrkleikaröð fyrri mótið.  Árangur liðsins veldur vonbrigðum en allir liðsmenn lækkuðu á skákstigum. Stigatapið var rúm 40 skákstig samtals sem þýðir að liðsmenn fengu fjórum vinningum minna en gera ráð fyrir.

Ósanngjarnt er að horfa á eitt mót og draga of miklar ályktanir. Hjörvar Steins Grétarssonar var bersýnilega sárt saknað og meðalaldur íslenska liðsins hærri en flestra. Greinarhöfundur slær því fram hvort eftir til vill ætti að ákveða nú þegar að í liði Íslands á mótinu verði a.m.k. einn fulltrúi Íslands undir 25 ára aldri á Ólympíuskákmótinu 2022 og jafnvel tveir slíkir á mótinu 2022? Gæti verið hvetjandi fyrir báða hópa.

Íslenska kvennaliðið endaði í 63. sæti en var fyrirfram raðað í það 62. sæti. Á ýmsu gekk á hjá kvennaliðinu. Lenka meiddist í fæti og get vegna þess ekki teflt þrjár umferðir. Magakveisur hrjáðu suma aðra keppendur sem þurftu þrátt fyrir veikindi að tefla. Aldursforsetinn, Guðlaug Þorsteinsdóttir, stóð sig afar vel á öðru borði og var þegar allt kom til alls eini fulltrúi Íslands sem hækkaði á skákstigum.

Glæsileg lokaathöfn

Lokaathöfn mótsins var glæsileg. Þó heldur í lengri kantinum eins og svo oft vill verða. Greinarhöfundur sat á góðum stóð. Fyrir framan mig voru georgískir ráðamenn og við hliðin á mig á báða kanta voru Grikkir. Þegar nýkjörinn forseti FIDE, Arkady Dvorkovich, var kynntur til leiks var ekki klappað.

Langflestir íslensku fulltrúanna er lagðir af stað af heim og eru í flugvél þegar er ritað.

Mig langar að þakka liðsmönnum, liðsmönnum, fararstjóra sem stóð sig frábærlega í fréttaflutningi og skákdómurum fyrir frábæra samveru í Batumi.

- Auglýsing -