Sunnudaginn 28. október mætir Team Iceland liði Úkraínu í Heimsdeildinni í netskák.

Úkraína er eitt allra sterkasta liðið í deildinni. Þeir mættu liði Rússa um síðastliðna helgi og unnu gríðarlega öruggan 129,5 – 58,5 sigur. Alls tefldu liðin á 94 borðum um síðustu helgi en Úkraína var með talsverðan fjölda á varamannabekknum.

Fyrv. heimsmeistarinn GM Ruslan Ponomariov, GM Mikhail Golubev, GM Evgeny Sharapov og fjölda annarra tefldu með sterku liði Úkraínu um síðustu helgi. Búast má við því að sambærilegt lið mæti til leiks á móti okkur á sunnudaginn.

Skoða má síðustu viðureignir Úkraínu hér.

Staðan í hraðskákinni

Skoða má stöðuna í hraðskákinni nánar hér.

Allir eru hvattir til að taka þátt í þessari risastóru viðureign. Sérstaklega væri ánægulegt að sjá nýliða skrá sig í liðið og taka þátt en nauðsynlegt er að stilla upp eins fjölmennu liði og mögulegt er gegn meistaraliði Úkraínu. Það eina sem nýliðar þurfa að gera er að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

HVENÆR?

Keppnin verður með sama sniði og undanfarnar vikur, en fyrst er tefld leifturskák og hefst sú viðureign kl. 18:00. Því næst er tefld hraðskák og hefst sú viðureign kl. 18:20. Athugið að keppendur þurfa að skipta um mót á milli viðureigna, en einfaldast er að nota “Tournaments” flipann á Chess.com til þess.

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Keppendur þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst. Tengill á mótið verður birtur fyrir mót en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com áður en keppnin hefst.

Allir eru hvattir til að ganga í liðið, en ekki er gerð krafa um styrkleika. Því fleiri – því betra!

DAGSKRÁIN

TENGLAR

  • Allar viðureignir Team Iceland til þessa: Hér
  • Meðlimir Team Iceland: Hér
  • Leifturskákin, staða og pörun: Hér
  • Hraðskákin, staða og pörun: Hér
  • Reglur LCWL: Hér
- Auglýsing -