Helgi Ólafsson að tafli í á Mön. Mynd: John Saunders/heimasíða mótsins.

Stórmeistarinn, Helgi Ólafsson (2510), hélt uppi merki íslensku keppendanna á alþjóðlegamótinu á Mön í gær. Stórmeistarinn sýndi snilli sína í endatöflum þegar hann innbyrti vinningin á móti indverska alþjóðlega meistaranum Shah Fenil (2411). Helgi er með 3½ vinning eftir sex umferðir. Í dag mætir hann enska stórmeistaranum David Howell (2689). Íslensku ungmenninum fjórum, sem taka einnig þátt í Masters-flokknum, gekk ekki vel í gær og töpuðu öll.  Dagur Ragnarsson (2251) mætir ofangreindum Fenil í dag.

Upplýsingar um árangur íslensku keppendanna má finna á Chess-Results.

Í Major-flokknum unnu Stephan Briem (2038) og Alexander Oliver Mai (1995) sínar skákir en Arnar Heiðarsson (1782) tapaði. Stephan hefur 3 vinninga eftir 4 umferðir.

 

 

- Auglýsing -