Frá mótinu í Uppsölum.

Hilmir Freyr Heimisson (2271) og Símon Þórhallsson (2091) sitja þessa dagana að tafli á alþjóðlegu unglingamóti í Uppsölum í Svíþjóð. Tveim umferðum er lokið og hefur Hilmir 1½ vinning en Símon hefur 1 vinning. Alls eru tefldar 7 umferðir. Hilmir er fjórði í stigaröð 18 keppenda en Símon er nr. 10.

Þriðja umferð fer fram í dag og hefst núna kl. 13. Hægt er að fylgjast með félögum í beinni.

 

- Auglýsing -