Helgi Ólafsson tapaði fyrir David Howell. Mynd: Heimasíða mótsins/John Saunders

Stórmeistarinn Helgi Ólafsson (2510) tapaði í gær fyrir enska stórmeistaranum David Howell (2689). Einu tapskákir Helga á Manar-mótinu eru á móti enskum stórmeisturum. Í báðum tilfellum hefur hann haft svart. Í dag mætir hann Englendingi, alþjóðlega meistaranum David Eggleston (2406).  Þar sem tíminn breyttist í Englandi í gær hefjast umferðin kl. 14:30.

Aron Þór Mai vann í gær. Mynd: Heimasíða mótsins/John Saunders

Aron Þór Mai (2063) vann í gær, Vignir Vatnar Stefánsson (2291) gerði jafntefli en aðrir töpuðu. Helgi hefur 3½ vinning, Dagur Ragnarsson (2251) 2½ vinning, Vignir 2 vinninga, Aron 1½ vinning og Gauti Páll Jónsson (2073) 1 vinning.

Upplýsingar um árangur íslensku keppendanna má finna á Chess-Results.

Í Major-flokknum unnu Stephan Briem (2038), Alexander Oliver Mai (1995) og Arnar Heiðarsson (1782) allir sínar skákir í 5. umferð. Stephan er í 2.-3. sæti á mótinu með 4 vinninga, Alexander hefur 3½ vinning Arnar hefur 2½ vinning.

 

 

- Auglýsing -