Frá Uppsölum. Það má greina á baksvip íslensku fulltrúanna. Mynd: Lars OA Hedlund

Hilmir Freyr Heimisson (2271) er efstur á alþjóðlega unglingamótinu í Uppsölum. Í fjórðu umferð, sem lauk fyrir skemmstu, vann hann Svíann Emanuel Sundin (2166) í stórskemmtilegri skák. Hilmir hefur 3½ vinning.

Símon Þórhallsson (2091) vann Færeyinginn Ljuten Akelsson Apol (1735) og hefur 2 vinninga.

Tvær umferðir fara fram á morgun. Í þeirri fyrri, sem hefst kl. 8, teflir Hilmir við Svíann Joakim Nilsson (2191) en Símon við Færeyinginn Leif Reinert Fjallheim (1919). Síðari umferðin hefst kl. 14.

 

- Auglýsing -