Sigurvegarar Manar-mótsins. Mynd: Heimasíða mótsins/John Saunders

Stórmeistarinn Helgi Ólafsson (2510) tapaði fyrir indverska alþjóðlega meistaranum Prithu Gupta (2458) í níundu og síðustu umferð alþjóðlega mótsins í Mön sem lauk í gær. Dagur Ragnarsson (2251) og Vignir Vatnar Stefánsson (2291) gerðu báðri jafntefli við alþjóðlega meistara. Aron Þór Mai (2063) gerði einnig jafntefli en Gauti Páll Jónsson (2073) tapaði.

Helgi stóð sig prýðisvel þrátt fyrir tapaði í síðustu umferð. Hann hlaut 4½ vinning. Frammistaða hans samsvaraði 2535 skákstigum, sem meira en allir Ólympíufararnir í Batumi höfðu, og hækkar hann um 3 stig. Honum gekk vel með hvítu en náði sér ekki á strik með svörtu. Dagur hlaut 4 vinning og samsvaraði árangur hans 2323 skákstigum. Hann hækkar um 14 skákstig. Vignir hlaut 3½ vinning og Gauti og Aron fengu 2 vinninga.

Sigurvegarar mótsins urðu Radoslaw Wojtaszek (2727) og Arkadij Naiditsch (2721).

Stephan Briem að tafli á Mön. Mynd: Af Facebook.

Stephan Briem (2038) endaði í 4.-5. sæti í Major-flokknum eftir tap í lokaumferðinni. Arnar Heiðarsson (1782) vann en Alexander Oliver Mai (1995) gerði jafntefli. Stephan hlaut 5 vinninga í umferðunum 7 en hinir fengu 4 vinninga.

Arnar hækkar um 68 skáktig, en hann hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri. Stephan hækkar um 24 skákstig.

Helgi Ólafsson stóð fyrir þessari ferð. Frábært framtak hjá skólastjóra Skákskólans og ekki skemmir fyrir að sjá hann sjálfan við skákborðið!

 

 

- Auglýsing -