Verðlaunahafar á Framsýnarmótinu. Mynd: Heimasíða Hugins.

Hjörleifur Halldórsson SA vann sigur á hinu árlega Framsýnarmóti í skák sem fram fór á Húsavík um helgina. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Jan Olav Fivelstad TR. varð annar með 5 vinninga og Karl Egill Steingrímsson SA varð þriðji með 4,5 vinninga. Framsýnarmótið var haldið með breyttu sniði í ár en einungis 25 mín atskákir voru á dagskrá með 3 sek/leik í aukatíma. Mótið var jafnt og mörg jafntefli litu dagsins ljós.

Sigurður Daníelsson var efstur heimamanna með 4,5 vinninga, Rúnar Ísleifsson var annar með 4 og Smári Sigurðsson og Hermann Aðalsteinsson fengu 3,5 vinninga. Kristján Ingi Smárason vann sigur í unglingaflokki með 1,5 vinninga.

Framsýn Stéttarfélag gaf öll verðlaun í mótinu. Mótið á chess-results 

Af heimasíðu Hugins.

- Auglýsing -