Hilmir Freyr í Uppsölum. Mynd: Lars OA Hedlund

Ritstjóri er ekki dottinn á höfuðið og farinn að skrifa fyrirsagnir á ensku á Skák.is. Fyrirsögnin er tekin af heimasíðu alþjóðlega unglingamótsins í Uppsölum og er þýðing af heimsíðu sænska skáksambandsins.

Hilmir Freyr Heimisson (2271) er í feyknaformi þessa dagana. Hann hefur vinningsforskot á alþjóðlega unglingamótinu í Uppsölum í Svíþjóð þegar sex umferðum af níu er lokið. Í gær voru tefldar tvær umferðir. Í þeirri fyrri gerði hann jafntefli við Joakim Nilsson (2191) en í þeirri síðari lagði hann Hampus Sörensen (2192) að velli.

Símon Þórhallsson (2092) átti lika góðan gærdag. Hann hélt áfram að vinna Færeyinga þegar hann vann Leif Reinert Fjallheim (1919) í fyrri skák dagsins. Í þeirri síðari náði hann ævintýralegu jafntefli gegn Þjóðverjanum Collin Clobow (2131). Símon hefur 3½ vinning og er í 4.-9. sæti.

Símon átti leik í þessari stöðu.

71…Dh4+! 72. Kxh4. Patt!

Sjöunda umferð hefst kl. 14. Þá teflir Hilmir við sænska FIDE-meistarann Kaan Kucuksari. Símon teflir við Leo Crevatin (2160).

 

- Auglýsing -