Bókagjöf Gísla Gunnlaugssonar

Skákdeild Breiðabliks fékk á dögunum góðar gjafir frá tveim velunnurum deildarinnar þeim Gísla Gunnlaugssyni og Héðni Steingrímssyni.

Gísli gaf skákbókasafn sitt í heilu lagi. Þar á meðal eru allir árgangar Tímaritsins Skákar frá upphafi innbundnir. Einnig flest allir Informatorar og New In Chess árbækur frá upphafi. Margir aðrir dýrgripir eru á meðal skákbóka Gísla.

Héðinn gaf svo hluta af sínu skákbókasafni og er mikill fengur að því. Margar góðar og nýlegar bækur og ekki er verra fyrir unga og upprennandi skákmenn að ganga að því bókavali sem stigahæsti skákmaður landsins valdi sér.

Skákdeild Breiðabliks þakkar þessum höfðingjum og þessi fróðleiksbrunnur mun án efa koma sér vel fyrir áhugasama skákbókaorma!

- Auglýsing -