Hannes Hlífar Stefánsson að tafl í Reykjavíkurskákmótinu 2017. Mynd: Ómar Óskarsson.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2502) er í 5.-17. sæti á meistaramóti Bæjaralandi sem nú er í gangi. Hannes vann þýska FIDE-meistarann Ulrich Weber (2347) í sjöundu umferð í gær og hefur 5½ vinning.

Í dag teflir hann við Eduardo Iturrizaga (2617) frá Venesúela og má fylgjast með honum í beinni.

497 keppendur frá 34 þjóðum taka þátt og þar af 25 stórmeistarar. Hannes er nr. 20 í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -