Klukkan 15:00 í dag munu Reykjavik Puffins hefja keppni í undankeppni fyrir PRO Chess League 2019. Puffins hafa verið með í keppninni fyrstu tvö árin en þurfa að vinna sér inn þátttökurétt á nýjan leik að þessu sinni. Lið á borð við Montreal Chessbrahs með þá Eric Hansen og Aman Hambleton eru meðal þeirra liða sem einnig þurfa að vinna sig inn á nýjan leik.

Undankeppnin fer þannig fram að skipt er í tvo riðla og keppa allir við alla með hraðskákstímamörkum 3+2. Um 15 umferðir verður að ræða en 32 lið voru skráð til leiks. Tvö efstu lið í hvorum riðli fara beint áfram en liðin í sætum 3-5 í riðlunum keppa svo einn úrslitamatch um að komast áfram í keppninni. Þar að auki verður eitt lið kosið inn af þeim sem eru á þröskuldi þess að komast inn í gegnum Twitter. Vilja forkólfar Puffins biðja íslenska skákmenn með Twitter aðgang að vera á tánum í kring um 18:00 og fylgjast með á “Íslenskir Skákmenn” á Facebook!

Lið Puffins verður skipað:

1. GM Jóhann Hjartarson
2. GM Bragi Þorfinnsson
3. GM Þröstur Þórhallsson
4. IM Björn Þorfinnsson

Mjög sterkir hraðskákmenn hjá Puffins og ættu 3+2 tímamörkin að henta liði okkar vel.

Beinar útsendingar verða á twitch.tv/chess og ef allt fer vel munu Puffins einnig streyma á twith.tv/reykjavikpuffins.

Ítarefni: https://www.chess.com/news/view/pro-chess-league-qualifier-saturday-fields-stars-6560

- Auglýsing -