Svalir skákmenn úr Skákdeild Breiðabliks. Mynd: HGE

Fjöldi Íslendinga úr Skákdeild Breiðabliks og frá Grindavík tekur þessa dagana þátt í alþjóðlegu móti í Stokkhólmi. Í gær voru tefldar 4 atskákir en í dag eru tefldar tvær kappskákir. Staða íslensku keppendanna er sem hér segir:

Átta íslenskir keppendur tefla í efsta flokknum og er Arnar Heiðarsson (1850) efstur þeirra með 3 vinninga. Stephan Briem (2062), Vignir Vatnar Stefánsson (2283) og Birkir Ísak Jóhannsson (1949) hafa 2,5 vinninga.

Í a-flokki tefla Svíar með íslensk nöfn! Ritstjóri rekur augun í nafnið Þórður Örn Arnarsson (1784) sem hlýtur að vera að íslenskum ættum. Jóhann Skúlason (1825) og Baldur Teodor Petersson (2181) eru báðir meðal keppenda en þeir hafa báðir margoft teflt hérlendis enda af íslenskum ættum en eru búsettir í Svíþjóð.

Stöðuna í a-flokki má finna hér.

Í b-flokki er Örn Alexandersson (1451) efstur með fullt hús ásamt fjórum öðrum. Í b-fokki tefli 10 Íslendingar.

Stöðuna í b-flokki má finna hér.

- Auglýsing -