Carlsen og Caruna. Mynd: Peter Doggers/Chess.com

Jafntefli varð í sjöundu skák heimsmeistaraeinvígis Magnúsar Carlsen (2835) og Fabiano Caruana (2832). Heimsmeistarinn hafði hvítt og lék drottningarpeðin. Þeir tefldu drottningarbragð að þessu sinni. Áskorandi var vel undirbúinn og lék drottningunni fram og aftur.

9…Da5 10. Rd2 Dd8! 

Caruana leikur Dd8. Mynd: Peter Doggers/Chess.com

Carlsen lék 11. Rb3 og kemst ekkert áleiðis gegn trausti taflmennsku Bandaríkjamannsins. Jafntefli samið í fremur tilþrifalítilli skák eftir 40 leiki.

Skákmennirnir hafa gert jafntefli í öllum skákunum sjö.

 

Grein Chess.com með skýringum Sam Shankland um skákina má finna hér.

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina á Youtube.

Áttunda skákin fer fram á morgun og hefst kl. 15. Þá hefur Fabi hvítt.

Verður þá Rossolimo endurtekinn í fjórða skipti?

Hvar er best að fylgjast með einvíginu:

- Auglýsing -