Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Sigurbirni Björnssyni, mótsstjóra hraðskákkeppni taflfélaga:
Því miður þá þurfum við að fresta hraðskákkeppni taflfélaga sem átti að fara fram á morgun. Okkur í Fjölni þykir mjög leitt að þurfa að gera þetta en við viljum sjá veg þessa móts sem mestan og þess vegna þykir okkur skráningin núna einfaldlega of léleg til að mótið fari fram.
Mótið mun fara fram 29. desember í Rimaskóla, kl. 13. Við viljum biðja alla sem hafa planað að tefla á morgun velvirðingar á þessari frestun.
- Auglýsing -