Jafntefli urðu úrslitin enn og aftur í tólftu og síðustu kappskák heimsmeistaraeinvígis Magnúsar Carlsen (2835) og Fabiano Caruana (2832). Lokataðan er því 6-6 og ljóst að grípa þarf til bráðabana. Skák dagsins stefndi í að vera skemmtileg en til að gera langa sögu stutta bauð Magnus öllum að óvörum jafntefli með betri stöðu og betri tíma.

Í sjötta skiptið sáum við sikileyjarvörnina í skákum þar sem Fabiano hefur hvítt. Magnús greinilega undirbúið það fyrir einvígið og haldið sig við sinn undirbúning.

8…Re7 var nýbreytni frá skákum númer 8 og 10 þar sem Carlsen lék 8…Rb8 leikur Caruana. Magnús bauð snemma upp á þráleik en Caruana hafnaði og sýndi að hann hafði áhuga á að tefla skákina. Magnús hinsvegar greinilega sáttur með skiptan hlut og bráðabana.

Carlsen var fyrstur að koma á óvart með 12…h5!? sem er nýjung og hafði áður aðeins komið við sögu í tölvuskák. Magnús tefldi þetta hratt og byggði strax upp tímaforskot.

Caruana lék ónákvæmum leikjum, f3 var líklegast vitlaust plan og 21.Hh2?! var aðeins númer 32 í goggunarröðinni hjá ofurtölvunni Sesse! Magnús tók í kjölfarið yfirhöndina.

Kasparov hélt að úrslitin myndu ráðast í þessari skák!

 

Mjög margir voru farnir að spá Magnúsi sigri þegar hér var komið við sögu. 25…b5! lítur mjög vel út en Magnus valdi aðeins öruggari leið með 25…a5 og stóð samt enn betur. Þegar hann lék …a4 í kjölfarið gaf hann hinsvegar frá sér mikla möguleika en það að undirbúa …b5 framrásina virtist augljóst plan fyrir svartan. Nokkrum leikjum síðar bauð Magnús svo jafntefli.

Auðvelt er að vísa í tölvuforrit en Sesse telur hér að staðan sé meira en -1 í mat sem þýðir að hún telur að svartur sé í raun meira en peði yfir. Fjölmargir sterkir skákmenn telja einnig að svarta staðan sé mun betri og svartur geti í rólegheitum undirbúið …b5 framrás með leikjum eins og …Bd7 og Hfb8.

Magnús hinsvegar kom mjög á óvart og bauð jafntefli sem Caruana þáði með þökkum eftir stutta umhugsun.

Viðbrögð út um allan heim

Hér má sjá skákskýrandann og stórmeistarann Maurice Ashley bregðast við fréttunum í beinni útsendingu hjá St. Louis skákklúbbnum:

Tilvitnun í Vladimir Kramnik:

Meira að segja samlandar, góðir vinir og fyrrverandi þjálfarar og aðstoðarmenn spöruðu ekki stóru orðin:

Garry var heldur ekki sáttur

Blaðamannafundurinn:

Ákvörðunin

Magnus taldi hvítu stöðuna í lagi og vildi fyrir alla muni ekki taka áhættuna á að sprengja stöðuna upp til þess að reyna að vinna. Carlsen var fyrir skákina sáttur við jafntefli og vildi ekki breyta þeirri ákvörðun. Má eiginlega segja að hér sé á ferðinni smá “game theory” hjá Magnusi en hann tók einnig ákvörðun sem kom mörgum á óvart 2016 gegn Karjakin þegar hann reyndi ekki einu sinni við hvítu mennina í síðustu skákinni og gerði þar stutt jafntefli. Í það skiptið fékk hann því í raun nánast tvo auka frídaga þar sem Karjakin var á fullu að undirbúa sig fyrir skákina á meðan Magnus tók því rólega og undirbjó sig fyrir bráðabanann.

Magnus telur sig greinilega vera sigurstranglegri í bráðabanaanum og vill frekar taka áhættuna eða vona að eitthvað gerist í fjórum atskákum en að taka sénsinn í aðeins einni skák, þó staðan hafi mögulega verið eitthvað betri á hann. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort Carlsen eigi eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.

 

Aðrar skákskýringar

Grein Chess.com með skýringum Sam Shankland má finna hér.

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina á Youtube.

 

Bráðabanaeinvígið verður á miðvikudaginn en þá tefla þeir fjórar skákir með tímamörkum 25 mínútum og 10 sekúndum í viðbótartíma á hvern leik. Magnús dró hvítt á blaðamannafundinum og hefur leik með hvítu mennina á miðvikudaginn.

Hvar er best að fylgjast með einvíginu:

- Auglýsing -