Þeir Fabiano Caruana og Magnus Carlsen sættust á skiptan hlut í 12. og síðustu skákinni í Heimsmeistaraeinvígi þeirra í London. Magnus virtist hafa góða möguleika eftir ónákvæmni Fabiano í miðtaflinu. Það kom því mörgum á óvart þegar Magnus bauð jafntefli í stöðu sem virtist ennþá betri á hann og enn líf í stöðunni. Líklegast hefur Magnus talið að öruggara væri að sækja til vinninga í bráðabana skákum og sagði á blaðamannafundi að hann vildi ekki taka neinar áhættur í þessari skák og sá ekki hvernig hann gæti teflt til vinnings án þess.

Nánar verður um fjallað um skákina í kvöld.

- Auglýsing -