Frá Jólamóti Víkingaklúbbsins í fyrra. Mynd:: Heimasíða Víkingablúbbsins.

Jólamót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikudaginn 26. des í húsnæði Skáksambands Íslands og hefst það kl 19.30. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 6. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 6. umferðir í Víkingaskák, þs 6 umferðir 7. mínútur.  Verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sæti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður.  Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í báðum mótunum og þeir sem ætla að tefla einungis Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.00.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.  Í Víkingaskákinni er jafnframt veitt verðlaun fyrir besta liðið.  Þrjú bestu skor gilda.

Sérstök aukaverðlaun fyrir Víkingaskák:  1. sæti:  8000, 2. sæti 6000, 3. sæti 4000, 1. sæti kvenna:  5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000)  1. sæti unglinga 5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000).

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com

Mótið á sér orðið nokkra ára sögu eins og sjá má:

Mótið 2017 hér:
Mótið 2016 hér:

Mótið 2015 hér:
Mótið 2014 hér:
Mótið 2013 hér:
Mótið 2012 hér:
Mótið 2011 hér:
Mótið 2010 hér:
Mótið 2009 hér:
- Auglýsing -