Vignir Vatnar á skákstað á EM ungmenna í sumar. Mynd: Jón Fjörnir

FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2271) gerði jafntefli við enska stórmeistaran Bogdan Lalic (2420) í sjöundu umferð Hastings-mótsins sem fram fór í gær. Vignir hefur 4½ vinning. Guðmundur Kjartansson (2415) hefur jafn marga vinninga eftir að hafa lagt Íslandsvininn Alan Byron (2157) að velli.

Áttunda umferð hófst núna kl. 14:15. Vignir teflir við búlgarska alþjóðlega meistarann Vladimir Petrov (2365) en Guðmundur teflir við Kóreumanninn In Jung Gu (1794).

- Auglýsing -