Dagur Ragnarsson í Kanada.. Mynd: Facebook-síða mótsins.

FIDE-meistarann Dagur Ragnarsson (2327) gerði jafntefli í báðum skákum gærdagsins á alþjóðlega mótinu í Montreal. Hann var afar nærri því að leggja bandaríska ungstirnið Anne Wang (2313) að velli en sú sló í gegn á síðasta meistaramóti Bandaríkjanna.

Lokaumferðir mótsins eru tefldar í dag.

Mótið í Kanada er “turbo-mót”. Tefldar eru tvær umferðir á dag flesta dagana og mótið er klárað á aðeins fimm dögum. Umferðirnr hefjast kl. 15 og 20:30.

 

- Auglýsing -