Vignir Vatnar að tafli á Mön Mynd: John Saunders/heimasíða mótsins

Vignir Vatnar Stefánsson (2271) stóð sig vel á Hastings-mótinu sem lauk í gær. Hann halut 6 vinninga í 10 skákum og var nærri því að ná sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Í næstsíðustu umferð var hann nærri því að vinna Írann Conor Murphy (2331) en í lokaumferðinni tapaði hann fyrir Oleg Korneev (2560).  Frammistaða hans samsvaraði 2370 skákstigum og hækkar hann um 15 stig fyrir hana.

Guðmundur Kjartansson (2415) fékk hálfum vinningi meira eftir jafntefli í tveimur síðustu umferðunum. Frammistaða hans samsvaraði 2336 skákstigum og lækkar hann um 5 skákstig.

- Auglýsing -