Sauðkrækingar að tafli á Íslandsmóti skákfélaga.

Atskákmót Skákfélags Sauðárkróks er fyrirhugað að hefjist 23. janúar.  Mótið hefur verið haldið árlega, með 1 eða 2 undantekningum, síðan 2001 og hafa umferðir verið frá 5 og upp í 9, eftir fjölda þátttakenda.  Umhugsunartíminn var 30 mín. á skák fyrstu árin, en verður nú 25 mín., eins og verið hefur síðustu ár.  Gert er ráð fyrir að mótið taki 3 miðvikudagskvöld (23.1, 30.1 og 6.2) og 3 umferðir á kvöldi, en verði þátttakendur færri en 10 fækkar umferðum á kvöldi og/eða kvöldum sem mótið tekur.  Verði keppendur fleiri verður gripið til pörunarkerfis, þar sem 9 er hámarksfjöldi umferða.

Heimasíða Skákfélags Sauðárkróks

- Auglýsing -