Jóhann vann Paul Pinho. Mynd: Heimasíða mótsins/John Saunders.

Eitt sterkasta opna skákmót heims, Gíbraltar hófst í gær. Mótið er afar sterkt þótt það sé e.t.v. eilítið veikara en undanfarin ár. Meðal keppenda er Jóhann Hjartarson (2530), sem hóf mótið með sigri á Portúgalanum Paulo Pinho (2205) í gær.

Í dag hefst alvaran því Jóhann mætir áttandu sterkasta keppenda mótsins, Nikita Vitiugov (2720). Jóhann á harma að hefna eftir að hafa tapað slysalega fyrir Rússanum á Xtracon-mótinu í Helsingjaeyri í fyrra.

Jóhann verður í þráðbeinni og hefst útsending kl. 14.

252 skákmenn tefla í efsta flokki mótsins. Þar af eru 95 stórmeistarar!

 

- Auglýsing -