Þröstur í viðtali á NRK

Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2514) og Þröstur Þórhallsson (2425) unnu báðir sigra í 4. umferð opins skákmóts í Lissabon sem tefld var í gærkvöldi. Hannes vann indverska FIDE-meistarann Dravid Shalish (2324) en Þröstur lagði hina pólsku Önnu Kubicka (2186) að velli. Hannes hefur fullt hús en Þröstur hefur 3 vinninga.

Fimmta umferð fer fram í kvöld og hefst kl. 19. Hannes teflir þá við venesúelska stórmeistarann Eduardo Iturrizaga (2640).  Þröstur heldur sig við Pólverjana og mætir Marcin Peietuszewski (2226).

- Auglýsing -