Ómar Jónsson með Haukinn. Mynd: KÖE

Miðvikudaginn 6. febúar var haldið minningarmót um Hauk Bergmann, skákmann, í höfuðstöðvum Reiknistofu Bankanna (RB). Þátttakendur voru fyrrverandi samstarfsmenn Hauks úr RB.

Haukur Bergmann lést langt fyrir aldur fram fyrir rúmu einu ári síðan. Haukur var mikill skákmaður á yngri árum og var traustur félagi í Skákfélagi Reykjanesbæjar. Hann var meðal annars formaður félagsins um skeið og lét sig sjaldan vanta á Íslandsmóti skákfélaga.

Þátttakendur mótsins voru á öllum getustigum, en spennan hélt sér fram í síðustu umferð.

Ómar Jón Jónsson sigraði eftir mjög jafna baráttu við Guðmund Birgi Aðalsteinsson og Þröst Berg, en þeir deildu með sér efstu sætunum.

Mótið fór vel fram og voru keppendur sammála um að vel hefði tekist til. Sérstakur farandverðlaunagripur var gerður fyrir mótið, sem er útskorinn haukur.

Skákstjóri var Kristján Örn Elíasson.

Mótstafla á Chess-Results.

 

 

- Auglýsing -