Hannes Hlífar að tafli á Íslandsmótinu 2018. Mynd: GB

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2514), gerði jafntefli við kínverska stórmeistarann Xu Ziangyu (2565) í sjöttu umferð opna skákmótsins í Lissabon í gær. Hannes hefur 5 vinninga og er í 3.-16. sæti, aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum, þeim Alexander Motylev (2644) og Eduardo Iturrizaga (2640).

Þröstur Þórhallsson (2425) vann  norska FIDE-meistaranum Daniel Nordquelle (2235) í gær og hefur 4½ vinning.

Sjöunda umferð fer fram í kvöld. Þá teflir Hannes við Norðmanninn Ludy Helsio Paulo Sousa (2169) en Þröstur við Pólverjann Krzysztof Lisowski (2135).

262 skákmenn frá 39 löndum taka þátt. Þar af eru 17 stórmeistarar.

- Auglýsing -