Hannes að tafli í Lissabon. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2514), vann Norðmanninn Ludy Helsio Paulo Sousa (2169) í sjöundu umferð alþjóðlega mótsins í Lissabon í gær. Hannes er efstur ásamt fimm öðrum með 6 vinninga.

Þröstur Þórhallsson (2425) gerði jafntefli við Pólverjann Krzysztof Lisowski (2135) í gær og hefur 5 vinninga.

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram í kvöld. Þá teflir Hannes við rússneska stórmeistarann Nikita Petrov (2585) en Þröstur við pólska FIDE-meistarann Igor Kowalski (2296).

262 skákmenn frá 39 löndum taka þátt. Þar af eru 17 stórmeistarar.

- Auglýsing -