Hannes skildi ekki verðlaunin eftir að þessu sinni! Mynd: Facebook-síða mótsins.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2514), endaði í 2.-9. sæti á alþjóðlegu móti í Lissabon sem lauk í gær. Hann gerði jafntefli við stigahæsta keppenda mótsins, rússneska stórmeistarann Alexander Motylev (2644) í lokaumferðinni. Hann hlaut 7 vinninga í 9 skákum.

Þröstur Þórhallsson (2425) gerði jafntefli við ítalska stórmeistarann Alberto David (2560) og hlaut 6½ vinning.

Venesúelski stórmeistarinn Eduardo Iturrizaga (2640) sigraði á mótinu en hann hlaut 7½ vinning.

Frammistaða Hannesar samsvaraði 2601 og hækkar hann um 13 stig. Þröstur lækkar um 2 stig.

262 skákmenn frá 39 löndum tóku þátt. Þar af voru 17 stórmeistarar.

- Auglýsing -