Jokko. Mynd: GB

Jón Kristinn Þorgeirsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Stephan Briem hafa allir möguleiki á að hampa Norðurlandameistaratitli gangi þeim vel í lokaumferðinni sem hefst núna kl. 16. Jón Kristinn er í 1.-2. sæti í a-flokki og Vignir Vatnar og Stephan eru í 1.-3. sæti í b-flokki.

A-flokkur

Jón Kristinn vann öruggan sigur á Andreas Fossan (2025) en Hilmir Freyr Heimisson gerði jafntefli.  Jokko hefur 4½ vinning en Hilmir hefur 2½ vinning.

Jokko fær, stigahæsta keppendann, Toivo Keinanen (2403), í lokaumferðinni. Honum gæti dugað að gera sömu úrslit og Bjarke Hautop Krisansen (2212). Sá hefur einnig 4½ vinning og teflir við Leo Crevatin (2190).

B-flokkur

Vignir og Stephan eru í 1.-3. sæti í b-flokki. Mynd: GB

Vignir vann Norðmanninn Isak Sjöberg (2250) en Stephan gerði jafntefli við Svíann Hampus Sörensen (2289).

Vignir og Stephan eru efstir ásamt Svíanum Ludvig Carlsson (2217). Stephan fær Svíann en Vignir teflir við Færeyinginn Leif Reinert Fjallheim (1712).

Afar spennandi barátta og lýkur á að úrslitin ráðist á stigaútreikningi.

C-flokkur

Það gekk ekki vel í c-flokki hjá okkar mönnum. Óskar Víkingur Davíðsson og Róbert Luu töpuðu báðir. Óskar hefur 2½ vinning en Róbert hefur 2 vinninga.

D-flokkur

Benedikt Briem tefldi lengstu skák fimmtu umferðar. Mynd: GB

Benedikt Briem gerði jafntefli en Gunnar Erik Guðmundsson tapaði. Benedikt hefur 2 vinninga en Gunnar Erik hefur 1½ vinning.

E-flokkur

Tómas Möller og Kristján Ingi Smárason töpuðu báðir í morgun. Tómas hefur 2½ en Kristján hefur 1½ vinning.

Úrslit 5. umferðar

 

 

 

 

 

Heildarárangurinn íslensku keppendanna

 

 

 

 

 

Teflt er við frábærar aðstæður á Hótel Borgarnesi. Tilvalinn bíltúr fyrir skákáhugamenn.

- Auglýsing -