Vignir Vatnar og Stephan Briem eru báðir í toppbaráttunni í b-flokki. Mynd: GB

Lokaátökin á Norðurlandamótinu í skólaskák hófust kl. 10 í morgun. Jón Kristinn Þorgeirsson (a-flokki) og Stephan Briem (b-flokki) eru báðir í 1.-2. sæti í sínum flokkum. Íslendingar eru í 2. sæti í landskeppninni 1½ vinningi á eftir Norðmönnum.

Jón Kristinn er í 1.-2. sæti í a-flokki. Mynd: GB

Það gekk ekkert sérstakalega vel í fjórðu umferð hjá íslenku keppendum og komu aðeins 4½ vinningur í hús. Vignir Vatnar Stefánsson (b-flokki) og Tómas Möller (e-flokki) unnu sínar skákir.  Fimm jafntefli og þrjár tapskákir.

Róbert Luu og Óskar Víkingur hafa báðir staðið sig prýðilega í c-flokki. Mynd: GB

Í a-flokki (u20) er Jón Kristinn í 1.-2. sæti með 3½ vinning. Hilmir Freyr Heimisson hefur 2 vinninga.

Í b-flokki (u17) hefur Stephan Briem 3 vinninga og er í 1.-2. sæti. Vignir Vatnar hefur 2½ vinning og er í 3.-6. sæti.

Í c-flokki (u15) hefur Óskar Víkingur Davíðsson 2½ vinning og er í 2.-5. sæti. Róbert Luu hefur 2 vinninga.

Í d-flokki hafa (u13) hafa Benedikt Briem og Gunnar Erik Guðmundsson 1½ vinning.

Í e-flokki (u11) hefur Tómas Möller 2½ vinning og Kristján Ingi Smárason hefur 1½ vinning.

Úrslit 4. umferðar

 

 

 

 

Heildarárangurinn íslensku keppendanna

 

 

 

 

 

Teflt er við frábærar aðstæður á Hótel Borgarnesi. Tilvalinn bíltúr fyrir skákáhugamenn.

- Auglýsing -