Dagur að tafli í Kragaeyju. Mynd: Bjørn Berg Johansen

Dagur Ragnarsson (2361) hefur byrjað frábærlega á alþjóðlega mótinu í Kragareyju sem nú er í gangi. Hann hefur hlotið 4½ í 5 skákum. Í gær vann hollenska alþjóðlega meistarann Liam Vrolijjk (2470) og gerði jafntefli við hollenska alþjóðlega meistarann Thomas Beerdsen (2454). Dagur er efstur ásamt Beerdsen og norska stórmeistaranum Benjamin Arvola Notkevich (2498). Í sjöttu umferð, sem hefst núna kl. 9, teflir hann við norska stórmeistarann Jon Ludvig Hammer (2652).

Guðmundur Kjartansson (2403) hefur 4 vinninga, Björn Hólm Birkisson (2078) og Bragi Þorfinnsson (2438) hafa 3 vinninga. Vignir Vatnar Stefánsson (2263), Bárður Örn Birkisson (2233) hafa 2½ vinning. Hinir Íslendingarnir hafa minna en 50% vinningshlutfall sem tefla í a-flokki en alls tefla 13 Íslendingar á mótinu. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1740) sem teflir í b-flokki hefur 4 vinninga.

Veronika er í toppbaráttunnu í b-floknum. Mynd: Bjørn Berg Johansen

Allmargar Íslendingaviðureignir verða sýndar beint í umferðinni sem hefst kl. 9

- Auglýsing -