Íslandsmeistarar Háteigsskóla ásamt liðsstjóra.

Alls tók 41 sveit þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita, 1.-3. bekk, sem fram fór í gær í Skákhöllinni í Faxafeni. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og þurftu að grípa til alls konar ráðstafanna í Faxafeninu til að koma öllum fjöldanum fyrir og finna til húsgögn um hinum ýmsum stöðum í húsinu! Það er ljóst að það að færa mót yfir á virka daga er afar þátttökuhvetjandi.

En að mótinu sjálfu. Það var fljótt ljóst að Háteigsskóli var sigurstranglegur. Það var fljótt að hann sleit sig frá öðrum sveitum og hafði meira að segja tryggt sér sigur fyrir lokaumferðina. Sveitin fékk 23½ vinning af 28 mögulegum.

Sveitina skipuðu Jósef Omarsson, Antoni Pálsson Paszek, Robert  Kaleviqi og Óli Steinn Thorstensen. Liðsstjórar voru Lenka Ptácníková, sem kennir skák í skólanum, og Páll Sigurðsson.

Silfurlið Hörðuvallaskóla.

Hörðuvallaskóli varð í öðru sæti með 20 vinninga. B-sveit Vatnsendaskóla hlaut óvænt bronsið og sló við eigin a-sveit. Greinilega mikil breidd þar í gangi.

B-sveit Vatnsendaskóla fékk bronsið.

Rimaskóli varð í fjórða sæti en sú sveit var eingöngu skipuðu stúlkum og fékk sérstök stúlknaverðlaun.

Þar sem Vatnsendaskóli fékk aðalverðlaun fékk hann ekki b-sveita verðlaunin. Þau runnu til næstefstu b-sveitarinnar sem var Langholtsskóli.

B-sveit Langholtsskóla.

Vatnsendaskóli fékk verðlaun c-sveita, e-sveita og f-sveita. Norðlingaskóli hlaut verðlaun d-sveita.

C-sveit Vatnsendaskóla

 

 

D-sveit Norðlingaskóla
E-sveit Vatnsendaskóla
F-sveit Vatnsendaskóla

Skákstjórar á mótinu voru Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Róbert Lagerman, Óskar Long Einarsson og Gunnar Björnsson. Liðsstjórar á mótinu var afar öflugir og sáu til þess að allt gekk vel fyrir sig. Skáksambandið þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag.

Skáksamband Íslands þakkar fyrir sig og óskar öllum sigurvegurunum fyrir skemmtilegt mót. Íslandsmót barnaskólasveita, 4.-7. bekkur, fer fram 16 mars í Rimaskóla. Mótið verður auglýst í næstu viku á www.skak.is.

Lokastaðan á Chess-Results.

- Auglýsing -