Hannes Hlífar Stefánsson að tafl í Reykjavíkurskákmótinu 2017. Mynd: Ómar Óskarsson.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2523), hefur byrjað afar vel á alþjóðlega mótinu í Prag. Hann vann báðar sínar skákir í gær og hefur fullt hús eftir 3 umferðir. Sem fyrr nær Hannes góðum úrslitum á tvöföldum skákdegi. Maður morgunumferðanna!

Fjórða umferð fer fram í dag og teflir Hannes við stigaháan en titillausan Úkraínumann.

 

 

 

Alls taka þátt 172  skákmenn í flokki Hannes frá 29 löndum. Hannes er einn 12 stórmeistara sem tekur þátt.

 

- Auglýsing -