Héðinn Steingrímsson teflir í b-flokki sígilda vormótsins í St. Louis.

Héðinn Steingrímsson (2561) endaði vel á alþjóðlega mótinu Spring Chess Classic sem lauk í gær í St. Louis. Hann vann tvær síðustu skákirnar.

Héðinn byrjaði ágætlega og var með 1½ vinning eftir 3 umferðir. Þá kom hræðilegur kafli og Héðinn tapaði fjórum skákum í röð. Tvær sigurskákir í lokin bættu stöðuna verulega og endaði Héðinn í 9.-10. sæti með 3½ vinning. Hann lækkar um 9 stig fyrir mótið.

Kínverjinn Jinshi Bai (2593) sigraði á mótinu en hann hlaut 6½ vinning.

- Auglýsing -