Þann 17. mars 2019 eru 100 ár síðan Guðmundur Arasonar, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands fæddist.

Í tilefni þess stendur Skáksamband Íslands í samvinnu við GA smíðjajárni fyrir minningarmóti um einn mesta velgjörðarmann skákhreyfingarinnar fyrr og síðar.

Guðmundur studdi ávallt dyggilega við skákhreyfinguna og lék afar stórt hlutverk í því að Skáksamband Íslands eignaðist eigið húsnæði.  Guðmundar Arasonarmótin í Hafnarfirði reyndust ungum skákmönnum heilladrjúg þegar þú voru haldin á síðari hluti tíunda áratugarins.  Guðmundur var forseti SÍ 1966-68 og og var kjörinn heiðursfélagi sambandsins árið 1982.

Um er að ræða boðsmót þar sem um 32 skákmenn tefla.  Boðið verður til leiks íslenskum stórmeisturum, okkar bestu skákkonum, kynslóðinni sem tefldu hvað mest í Guðmundar Arasonar mótunum í Hafnarfirði, og okkar yngstu og efnilegustu skákmönnum en Guðmundi var æskulýðsstarf ávallt mjög hugleikið.

Verðlaun

  1. 100.000 kr.
  2.   50.000 kr.
  3.   20.000 kr.

Auk þess verða veitt sérstök verðlaun fyrir bestan árangur kvenna, unglinga, (2003 og síðar) og öldunga (1954 og fyrr).

Verðlaun skipast eftir Hort-kerfinu. Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 4+2. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstig.

Mótið hefst kl. 11 og verður teflt í birgðastöð GA í Móhellu 2 í Hafnarfirði. Þar verður teflt í kringum stálbita sem er vel viðeigandi þegar teflt er til heiðurs Stálmanninum eins og Guðmundur var stundum kallaður. Athuga að gefa sér góðan tíma til að komast á skákstað!

- Auglýsing -