Hannes að tafli í Lissabon. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2523), vann sína fimmtu skák í röð í gær þegar hann lagði að velli úkraínska stórmeistarann Eldar Gasanov (2500) á alþjóðlega mótinu í Prag. Hannes er einn efstur

Frábær frammistaða hjá Hannesi sem hefur nú a.m.k. unnið níu kappskákir í röð en hann vann allar fjóru skákirnar á Íslandsmóti skákfélaga.

Sjötta umferð fer fram í dag og hefst kl. 14. Þá teflir hann við úkraínska stórmeistarann Alexander Zubov (2605).

Alls taka þátt 172  skákmenn í flokki Hannes frá 29 löndum. Hannes er einn 12 stórmeistara sem tekur þátt.

- Auglýsing -