Hannes Hlífar Stefánsson að tafl í Reykjavíkurskákmótinu 2017. Mynd: Ómar Óskarsson.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2523), hefur hálfs vinnings forskot fyrir lokaumferð alþjóðlega mótsins í Prag. Lokaumferð hófst núna kl. 8.

Í gær gerði hann jafntefli við indverska stórmeistarann G.A. Stany (2507) eftir að hafa verið afar nærri því að landa sigri.

Hannes hefur sjö vinninga og hefur hálfs vinnings forskot á áðurnefndan Stany og Úkraínumanninn Vladislav Bakmatsky (2419).  Þeir mætast.

Hannes mætir rússneska stórmeistaranum Evgeny Vorobiov (2566) í lokaumferðinni.

Sigur í skákinni tryggir Hannesi efsta sætið og jafntefli tryggir honum í minnsta falli 1.-2. sæti.

Alls taka þátt 172  skákmenn í flokki Hannes frá 29 löndum. Hannes er einn 12 stórmeistara sem tekur þátt.

- Auglýsing -