Sigurbjörn Björnsson hefur byrjað afar vel á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu.

Önnur og þriðja umferð Reykjavíkurskákmótsins fóru fram í Hörpu í dag. Hafnfirðingurinn Sigurbjörn Björnsson átti frábæran dag. Í annarri umferð stóð hann til vinnings gegn brasilíska stórmeistaranum Alexander Fier en sá síðarnefndi slapp með skrekkinn og jafntefli niðurstaðan. Í seinni umferð dagsins hafði Sigurbjörn hvítt gegn stórmeistaranum Djukic frá Norður-Makedóníu. Sigurbjörn tefldi til sigurs frá fyrsta leik og þurfti stórmeistarinn að gefast upp eftir 35. leik hvíts.

Sigurbjörn er efstur Íslendinga ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni og Braga Þorfinnssyni en þeir hafa 2,5 vinning af þremur mögulegum. Bragi vann góðan sigur á indverska stórmeistaranum Gupta eftir miklar sviptingar. Nokkrir skákmenn eru efstir með fullt hús.

Fjórða umferð hefst á morgun klukkan þrjú. Skákskýringar Þrastar Þórhallssonar hefjast kl. 17.

Heimasíða mótsins

Skákskýringar á ensku (hefjast þegar 2 klst eru liðnar af umferð)

Skákir á Chess24

https://www.twitch.tv/videos/408617154

- Auglýsing -