Björn Þorfinnsson að tafli á Haustmótinu. Hann hefur slegið í gegn Facebook fyrir hressileg skrif um mótið.

Björn Þorfinnsson (2414) tapaði fyrir króatíska stórmeistaranum Ognjen Jovanic (2514) í fjórðu umferð opna mótsins Dublin í gær.

Eftir 38. leik hvíts 38. Re1-d3 átti Björn leik.

Hann lék 38…Re4+ og tapað um síðir. Björn hefði hins vegar getað gert út um skákina með laglegri drottningarfórn; 38…Rcxd3! 39. b7 Rxb2 40. b8D Rc4+ 41. Ke2 Ha2!

Páll Agnar Þórarinsson (2246) vann Írann Peter Carroll (1953) í gær. Hann hefur 3 vinninga eins og Björn.

Tvær umferðir eru tefldar í dag. Sú fyrri hefst kl. 10. Þá teflir Björn við Ungverjann Agoston Mihalik (2203) og Páll við Hollendinginn Han Schut (2173).

Þeir verða báðir í beinni.

- Auglýsing -