Hróksgleði! Mynd: Facebook-síða Hróksins.

Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, efna til fagnaðarfundar á þjóðhátíðardegi Íslendinga, mánudaginn 17. júní í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, milli 14 og 16. Efnt verður til Air Iceland Connect-skákmóts í tilefni af því að nýlokið er samnefndri hátíð í Nuuk, sem heppnaðist með miklum ágætum.

Boðið verður upp á tónaveislu, myndasýningu frá Grænlandi og ljúffengar veitingar.

Heiðursgestur dagsins verður Guðlaugur Þór Þórðarson, sem í senn er Grænlandsvinur og harðsnúinn skákmaður.

Meistarar á borð við Hannes Hlífar StefánssonBraga Þorfinnsson og Björn Þorfinnsson hafa þegar boðað komu sína á skákmótið.

- Auglýsing -